STJÓRN

INGIBJÖRG DAVÍÐSDÓTTIR

Ingibjörg er sendiherra í leyfi frá störfum í utanríkisþjónustunni, þar sem hún hefur starfað frá árinu 1999. Ingibjörg var á árunum 2015-2018 ráðgjafi forsætisráðherra í utanríkismálum og hefur, auk þess að starfa við höfuðstöðvarnar í Reykjavík, verið útsend á starfsstöðvum utanríkisþjónustunnar í Genf, Vínarborg, London, og nú síðast sem sendiherra Íslands í Ósló (2022). Hún er með MA í alþjóðasamskiptum frá UKC í Bretlandi og BA í stjórnmálafræði frá HÍ. Ingibjörg er fædd og uppalin á Arnbjargarlæk í Borgarfirði.

KJARTAN INGVARSSON

Kjartan er lögfræðingur í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu. Hann hefur starfað íráðuneytinu frá 2011 við ýmis verkefni og hefur frá 2022 haft umsjón með nýsköpunarverkefnum ráðuneytisins. Hann hefur sinnt ýmsum stjórnar- og nefndarstörfum fyrir hönd ráðuneytisins. Þá hefur Kjartan sinnt stundakennslu við Háskólann í Reykjavík. Hann er stjórnarformaður samstarfsverkefnanna Eims og Eyglóar auk þess að vera í stjórn Bláma, Orkídeu og Gleipnis. Þá er hann stjórnarformaður Líforkuvers ehf. Kjartan er með meistarapróf í lögfræði frá Háskóla Íslands.

ÞORSTEINN KÁRI JÓNSSON

Þorsteinn Kári er forstöðumaður sjálfbærni og samfélagstengsla hjá Marel. Hann hefur starfað við ýmis störf hjá Marel síðan árið 2015, lengst af sem verkefnastjóri forstjóra. Þorsteinn hefur sinnt kennslu við HÍ, HR og Háskólann á Bifröst þar sem hann hefur helst fengist við sjálfbærni og stefnumótun. Áður en Þorsteinn hóf störf hjá Marel veitti hann ráðgjöf á sviði stefnumótunar og sjálfbærni. Hann er með MSc gráðu í stjórnun og stefnumótun frá Copenhagen Business School og BSc gráðu í hagfræði og heimspeki frá sama skóla.

RAGNHEIÐUR H. MAGNÚSDÓTTIR

Ragnheiður er frumkvöðull og fjárfestir og hefur komið víða við í íslensku viðskiptalífi síðustu ár. Hún hefur starfað sem framkvæmdastjóri hugbúnaðarfyrirtækjanna Mentis og Hugsmiðjunnar, unnið sem stjórnandi hjá Marel og Veitum, alltaf með fókus á upplýsingatækni, nýsköpun og breytingastjórnun. Núna síðast stofnaði hún englafjárfestingafélagið Nordic Ignite sem fjárfestir í sprotafyrirtækjum á öllum Norðurlöndum sem leita að fjármögnun á fyrstu stigum. Ragnheiður verið virkur þátttakandi í íslensku nýsköpunarumhverfi í um 15 ár og hefur setið í stjórn fjölmargra fyrirtækja og félagasamtaka. Ragnheiður er með Msc í vélaverkfræði.

DR. RAGNHEIÐUR I. ÞÓRARINSDÓTTIR

Dr. Ragnheiður, prófessor, er rektor Landbúnaðarháskóla Íslands (LBHÍ). Hún hefur gegnt stöðu gestaprófessors og gestadósents við Umhverfis- og byggingaverkfræðideild Háskóla Íslands og var aðstoðarorkumálastjóri Orkustofnunar á árunum 2005-2009. Dr. Ragnheiður hefur sinnt ýmsum stjórnar- og nefndarstörfum, m.a. fyrir stjórnvöld, Rannís, Háskóla Íslands, Matís, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Evrópusambandið og Norska rannsóknaráðið. Hún hefur víðtæka reynslu og hefur m.a. komið að stofnun og rekstri ýmissa sprotafyrirtækja. Ragnheiður er verkfræðingur að mennt, með doktorspróf frá Danska Tækniháskólanum, MSc gráðu frá sama skóla og einnig MBA gráðu frá Háskóla Íslands