Íslenski fæðuklasinn STyður VIÐ verðmætasköpun í landbúnaði og fæðutengdri starfsemi

um okkur

Íslenski fæðuklasinn ehf (Icelandic Food Cluster) nær yfir hvers kyns fæðutengda starfsemi og landbúnað; ræktun, framleiðslu og vinnslu, en einnig sölu og neyslu. Klasinn er hvetjandi vettvangur samstarfs fyrirtækja, frumkvöðla og stofnana með verðmætaskapandi verkefni í fyrirrúmi. Með samstarfinu er m.a. stefnt að styrkingu byggða.


HELSTU MARKMIÐ

  • Að skapa frjóan jarðveg fyrir nýsköpun í landbúnaði og fæðutengdri starfsemi

  • Að þjóna sem vettvangur ráðgjafar, greininga, stuðnings og tengslamyndunar

  • Að styðja við frumkvöðlastarf og nýta í því skyni mannauð, þekkingu og reynslu ólíkra aðila

  • Að auka samkeppnishæfni, verðmætasköpun og vöxt

  • Að draga úr vistspori íslenskrar fæðuframleiðslu

  • Að gefa þátttakendum kost á stuðningi, svo sem í formi ráðstefnu- og vinnustofuhalds, þátttöku í vinnustofum, innlends og alþjóðlegs tengslanets, tilraunastofa/verkstæða, viðburða og kynninga

  • Að byggja brýr og skapa möguleika á samstarfsverkefnum milli landsvæða og atvinnugreina


TIL HVERS?

Stofnun Íslenska fæðuklasans lýsir metnaði og vilja til að auka samstarf frumkvöðla, fyrirtækja og viðeigandi stofnana í þágu verðmætasköpunar í landbúnaði og fæðutengdri starfsemi og styðja þannig við landsbyggðina.

HVERNIG

RÁðgjöf - verkefni - samstarf

Íslenski fæðuklasinn veitir ráðgjöf - frá því hugmynd að vöru eða þjónustu kviknar, hún þróuð og að lokum hrundið í framkvæmd.

Klasinn er vettvangur samstarfs, þar sem aðilar með sérstaka þekkingu og reynslu geta verið kallaðir til í því skyni að styðja við ný eða brautryðjandi verkefni.

Klasinn getur unnið að heildstæðri ráðgjöf sem miðar m.a. að því að efla byggð, bæta nýtingu á landbúnaðar- og fæðutengdum afurðum.

FRÆÐSLA - NÁMSKEIÐ

Íslenski fæðuklasinn kortleggur tækifæri, kynnir og útbýr sérhönnuð námskeið og vinnustofur um nýsköpun og nýtingarmöguleika í tengslum við landbúnað og fæðutengda starfsemi.

Klasinn getur skipulagt kynningarferðir, sem snúast um frumkvöðlastarf í landbúnaði og fæðutengdum greinum og heimsóknir til viðeigandi fyrirtækja.

HUGMYNDABANKI

Klasinn verður opinn fyrir hugmyndir og ábendingar um áhugaverð og forvitnileg verkefni sem tengjast starfsemi hans. Öllum áhugasömum er frjálst að koma hugmyndum sínum á framfæri við klasann á tölvupóstfangi hans. Ráðgert er að hugmyndabanki verði vistaður hjá klasanum.

hugmyndir@faeduklasinn.is

Stjórn

  • Ingibjörg Davíðsdóttir stofnandi og stjórnarformaður

  • Þorsteinn Kári Jónsson

  • Dr. Ragnheiður I. Þórarinsdóttir

  • Kjartan Ingvarsson

  • Ragnheiður H. Magnúsdóttir